Erlent

Stórhríð í Skandinavíu

Danir í snjónum í Kaupmannahöfn í morgun.
Danir í snjónum í Kaupmannahöfn í morgun. MYND/AP

Stórhríð og frost hafa raskað samgöngum verulega í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Horfur eru á umtalsverðum töfum í lofti og á láði fram eftir degi.

Samgöngur hafa raskast verulega. SAS flugfélagið hefur aflýst að minnsta kosti 73 flugferðum frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Félagið hefur þurft að sjá fleiri en þúsund flugfarþegum fyrir fæði og gistingu vegna veðursins. Talsmenn SAS segjast þó ekki búast við því að flugfarþegar þurfi að bíða lengur en einn dag. Tafir hafa orðið á flug frá Íslandi til Kaupmannahafnar í morgun.

Strætisvagnasamgöngur í höfuðborginni hafa einnig raskast og hefur hátt í 150 ferðum verið frestað vegna ófærðar. Moka þarf snjó og hafa opinberir starfsemenn ekki undan í því verkefni.

Vegna veðursins hefur fólki um allt land verið ráðlagt að halda sig heima við. Nokkrum hraðbrautum í Danmörku hefur verið lokað vegna fannfergis. Lestarsamgöngum hefur einnig verið frestað víða um Danmörku þar sem of mikill snjór er á teinunum.

Töluvert hefur einnig snjóað í Svíþjóð og járnbrautarstöðinni í Malmö lokað. Umferðaróhöpp hafa orðið víða og um fimm þúsund heimili í sunnanverðri Svíþjóð á rafmagns. Í suðurhluta Noregs hefur einnig kyngt niður snjó og töluverðar tafir orðið á lestarsamgöngum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×