Viðskipti erlent

Canon kynnir nýjar gerðir myndavéla

Canon kynntu í dag til sögunnar fimm nýjar gerðir af stafrænum myndavélum fyrir almenning. Þá kynntu þeir einnig nýja gerð af stafrænni vél fyrir atvinnumenn, 10.1 megapixla 1D Mark III D-SLR. Vélarnar fyrir almenning eru allar í PowerShot-línunni og eru með 7.1 megapixla myndflögu. Gæðamunurinn liggur svo í mismunandi gerðum af stöðugleikabúnaði, linsugerð og meðfærileika. Hér má skoða þessar nýju gerðir.Nýja D-SLR myndavélin er sú hraðvirkasta sem smíðuð hefur verið og getur tekið allt að 10 ramma á sekúndu og upp undir 110 JPEG-myndir á þeim hraða í röð í fullum gæðum. Vélin er sem fyrr segir 10.1 megapixlar, með nýju 45 punkta sjálvirku fókuskerfi og nýju myndflöguhreinsikerfi sem Canon kynntu nýverið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×