Erlent

Tröllvaxinn smokkfiskur til rannsóknar

Fiskimenn á Nýja-Sjálandi veiddu á dögunum risavaxinn smokkfisk, þann þyngsta sem nokkru sinni hefur veiðst. Hann er um 450 kíló og það tók 2 klukkustundir að landa honum. Smokkfiskar sem þessi verða allt að 14 metrar á lengd og hafa lengi verið einhver leyndardómsfyllstu dýr hafdjúpanna.

Þetta tröllvaxna sjávardýr verður nú fryst og flutt á þjóðminjasafn Nýja-Sjálands í höfuðborginni Wellington, þar sem það verður rannsakað til hlítar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×