Viðskipti erlent

Merkel og Chirac ræða við EADS

Angela Merkel, kanslari Þýskaland.
Angela Merkel, kanslari Þýskaland. Mynd/AP
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, ætla að funda bráðlega með stjórnendum EADS, móðurfélagi evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, vegna fyrirhugaðra hagræðingaaðgerða félagsins. Gert er ráð fyrir að félagið segi upp tugþúsundum starfsmanna auk þess sem nokkrum verksmiðjum verður lokað.

Meginhluti starfsemi Airbus er í Þýskalandi og í Frakklandi og er óttast að uppsagnirnar muni hafa talsverð áhrif. Framleiðslan er sömuleiðis í fleiri löndum en með nokkru minna móti. Engu að síður er gert ráð fyrir að allt að 11.500 manns verði sagt upp í einni af verksmiðju Airbus í Bretlandi.

EADS ætlaði að greina frá því hvað felist í aðgerðunum í vikunni en tilkynnti að þær verði ekki opinberaðar fyrr en í næstu viku.

Ákveðið var að grípa til þessa ráðs til að draga úr tapi fyrirtækisins vegna tafa á framleiðslu A380 risaþota Airbus og taps hjá EADS í kjölfarið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×