Handbolti

Níu leikmenn á skýrslu hjá kvennaliði ÍBV

Toppliðin í DHL-deild kvenna í handbolta, Stjarnan og Valur, gerðu engin mistök í leikjum sínum í dag. Stjarnan vann yfirburða sigur á ÍBV, 40-19, og Valur vann tíu marka sigur á FH, 34-24. Aðeins níu leikmenn voru á leikskýrslu hjá ÍBV. 

Staðan kvennaboltans í Eyjum hefur verið tíðrædd á undanförnum vikum en ljóst er að ástandið er mjög alvarlegt og það er hreinlega á mörkunum að liðið geti mætt til leiks. Í dag voru aðeins níu leikmenn lækfærir og þ.a.l. á skýrslu, þar af tveir markmenn. Einn leikmanna liðsins meiddist síðan í lok fyrri hálfleiks og gat ekki spilað í síðari hálfleik. Eini skiptimaður ÍBV í síðari hálfleik var því markmaður og gat liðið því ekki skipt um útileikmann það sem eftir lifði leiks.

Stjarnan er með 28 stig á toppnum en Valur er í öðru sæti með 26 stig. Grótta er í þriðja sæti með 21 stig en leikur gegn Akureyri í dag. Þá eigast einnig við HK og Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×