Innlent

Hreinn í réttarsal í dag

Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, er í dag yfirheyrður í Héraðsdómi Reykjavíkur sem vitni í Baugsmálinu. Jón Ásgeir Jóhannesson sagði í síðustu viku að Baugsmálið væri meðal annars sprottið upp af pólitískri óvild í garð fyrirtækisins og sagði hann það sem fram kom á fundi Hreins og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, í London áður en húsleit var gerð í Baugi, sönnun um það.

Yfirheyrslum yfir þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni og Jóni Geraldi Sullenberger lauk á föstudaginn. Þeir eru ákærðir fyrir stórfelld bókhaldsbrot og fjársvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×