Lewis mun ekki stíga aftur í hringinn 26. febrúar 2007 15:00 Lennox Lewis hefur fengið nóg af hnefaleikum og ætlar ekki að snúa aftur. MYND/Getty Lennox Lewis, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur útilokað endurkomu í hringinn á þessu ári, en sögusagnir þess efnis fóru eins og eldur um sinu í hnefaleikaheiminum í gær. Þungavigtarkappinn fyrrverandi, sem er orðinn 41 árs að aldri, segist aldrei hafa gengið á bak orða sinna – og því ætli hann ekki að byrja á nú. “Ég lýsti því yfir á sínum tíma að ég væri hættur og ég er vanur að standa við orð mín. Ég veit ekki hvernig svona orðrómar fara af stað en það er ekkert til í þeim. Ég er sannarlega búinn að leggja hanskana á hilluna,” sagði Lewis og tók þannig allan vafa af mögulegri endurkomu sinni. Lewis var sagður ætla að berjast einu sinni enn gegn Úkraínumanninum Vitali Klitschko í bardaga sem yrði endurtekning frá því þegar þeir félagar áttust við í síðasta bardaga Lewis árið 2003. Þá vann sá breski fullnaðarsigur og batt enda á farsælan feril sinn með heimsmeistaratitlinum í þungavigt. “Ég er mjög ánægður með líf mitt í augnablikinu og það er ekki rétt að ég sé fjárþurfi. Ég nýt þess að lýsa fyrir Alþjóða hnefaleikasambandið á milli þess að rækta samband mitt við börnin mín. Ég er stoltur af því sem ég afrekaði á ferlinum og ég vill ekki eyðileggja það orðspor með því að snúa aftur í hringinn.” Box Íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
Lennox Lewis, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur útilokað endurkomu í hringinn á þessu ári, en sögusagnir þess efnis fóru eins og eldur um sinu í hnefaleikaheiminum í gær. Þungavigtarkappinn fyrrverandi, sem er orðinn 41 árs að aldri, segist aldrei hafa gengið á bak orða sinna – og því ætli hann ekki að byrja á nú. “Ég lýsti því yfir á sínum tíma að ég væri hættur og ég er vanur að standa við orð mín. Ég veit ekki hvernig svona orðrómar fara af stað en það er ekkert til í þeim. Ég er sannarlega búinn að leggja hanskana á hilluna,” sagði Lewis og tók þannig allan vafa af mögulegri endurkomu sinni. Lewis var sagður ætla að berjast einu sinni enn gegn Úkraínumanninum Vitali Klitschko í bardaga sem yrði endurtekning frá því þegar þeir félagar áttust við í síðasta bardaga Lewis árið 2003. Þá vann sá breski fullnaðarsigur og batt enda á farsælan feril sinn með heimsmeistaratitlinum í þungavigt. “Ég er mjög ánægður með líf mitt í augnablikinu og það er ekki rétt að ég sé fjárþurfi. Ég nýt þess að lýsa fyrir Alþjóða hnefaleikasambandið á milli þess að rækta samband mitt við börnin mín. Ég er stoltur af því sem ég afrekaði á ferlinum og ég vill ekki eyðileggja það orðspor með því að snúa aftur í hringinn.”
Box Íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira