Sport

Federer: Ég mun aldrei toppa Connors

Roger Federer er þegar orðinn goðsögn í tennisheiminum.
Roger Federer er þegar orðinn goðsögn í tennisheiminum. MYND/Getty

Svisslendingurinn Roger Federer segist aldri munu toppa feril hins goðsagnarkennda Jimmy Connors, en í dag sló Federer 30 ára gamalt met hans með því að vera í efsta sæti heimslista karla 161. vikuna í röð. Federer segir að afrek Connors að vinna 109 mót á ferli sínum sé met sem líklega verði aldrei slegið.

Federer hefur haft gríðarlega yfirburði í karlaflokki síðustu ár og hefur hann verið samfleytt í efsta sæti heimslistans frá 2. febrúar árið 2004. Þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára og hafa þegar unnið 46 mót á sínum ferli, segist Federer ekki eiga von á því að ná að slá annað met í eigu Connors sem eru flestir mótasigrar á ferlinum. Connors vann alls 108 slíka á ferli sem spannaði hátt í 30 ár.

“Ég held að það met verði aldrei slegið,” sagði Federer í dag. “Hann er einn af allra bestu sem uppi hafa verið. Það sem er merkilegast við Connors er hversu lengi hann var á meðal þeirra bestu. Hann var alltaf í formi, jafnvel þegar hann var orðinn fertugur. Það er með ólíkindum.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×