Erlent

Gore ekki allur þar sem hann er séður

Heimili Gore notar 20 sinnum meiri orku en heimili hins venjulega Bandaríkjamanns.
Heimili Gore notar 20 sinnum meiri orku en heimili hins venjulega Bandaríkjamanns. MYND/AP

Al Gore, sem fékk í gærkvöldi óskarsverðlaun fyrir mynd sína „Óhentugur sannleikur", býr í stóru einbýlishúsi í Nashville í Tennessee ríkí í Bandaríkjunum. Það notar samtals 20 sinnum meiri orku en venjulegt heimili meðal Bandaríkjamanns. Alls var Gore rukkaður um 221 þúsund kílówatt stundir á síðasta ári en meðalheimili notar tæplega 11 þúsund kílówattstundir árlega.

Rafmagnsreikningur Gore er um 1.400 dollarar á mánuði vegna þessa. En Gore notar ekki bara rafmagn heldur notar hann olíu til þess að hita húsið og gestahúsið. Reikningur fyrir því er um 1.100 dollarar á mánuði. Gore virðist því leggja meira til gróðurhúsahlýnunar en meðalbandaríkjamaður. Raunar 20 sinnum meira á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×