Dagur tónlistarskólanna 27. febrúar 2007 12:11 Lára Sóley Jóhannsdóttir leikur einkleik í vetrinum eftir Vivaldi. Nú um helgina, dagana 3.-4. mars stendur mikið til hjá Tónlistarskólanum á Akureyri og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Tónlistarskólinn heldur hátíðlegan dag tónlistarskólanna með tónleikum í Ketilhúsinu laugardaginn 3. mars þar sem verða tónleikar í gangi allan daginn, nemendur á öllum stigum koma fram og mikil fjölbreytni í tónlist og hljóðfærum sem leikið er á. Verða tónleikar haldnir á klukkutíma fresti, alls 6 tónleikar. Fyrstu tónleikarnir verða kl. kl. 11:00, þá munu blásarasveitir skólans leika og kl. 15:00 koma fram yngri strengjasveitir skólans. Kl. 13:00, 14:00 og 16:00 er blönduð efnisskrá, flytjendur á ýmsum aldri og fjölbreytni í hljóðfærum mikil. Lokatónleikar dagsins hefjast kl. 17:00 og eru þeir tónleikar til styrktar minningarsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur sem var píanónemandi við skólann en lést af slysförum í London þar sem hún stundaði framhaldsnám í píanóleik. Á tónleikunum koma fram nemendur í framhaldsdeild skólans. Ókeypis er á alla tónleikana í Ketilhúsinu en tekið á móti frjálsum framlögum í Þorgerðarsjóð. Tónlistarveislan heldur áfram sunnudaginn 4. mars. Þá stilla saman strengi sína Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Tónlistarskólinn á Akureyri með tónleikum í Akureyrarkirkju kl. 16:00. Á þessum tónleikum kemur fram strengjasveit SN ásamt strengjasveit TA sem skipuð er nemendum á aldrinum 15-17 ára. Einleikari á fiðlu er Lára Sóley Jóhannsdóttir en hún leikur einleik í Vetrinum eftir Vivaldi. Á efnisskránni er einnig tónlist eftir Hafliða Hallgrímsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Otto Respighi., T. Albinoni, Mascagni og B. Briten. Stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson. Lára Sóley Jóhannsdóttir hóf fiðlunám sitt við Tónlistarskóla Húsavíkur. Þar lærði hún hjá Sigríði Einarsdóttur og Valmari Väljaots. Hún lauk stúdentsprófi af tónlistarbraut Menntaskólans á Akureyri árið 2001 og nam samtímis fiðluleik hjá Önnu Podhajsku í Tónlistarskólanum á Akureyri. Haustið 2001 hélt Lára til London og sótti einkatíma hjá Martin Loveday og ári síðar hóf hún nám í The Royal Welsh College of Music and Drama og lauk þaðan BMus Honours gráðu sumarið 2006. Við útskrift hlaut Lára „The Peter Esswood Price" fyrir góðan námsárangur. Lára lék í þrjú ár með Sinfonia Cymru sem skipuð er nemendum úr öllum helstu tónlistarháskólum Bretlands og hefur leikið með fjölda kammerhópa. Píanótríó hennar, the James Trio vann árið 2006 kammertónlistarkeppni "The Cavatina Chamber Music Trust". Lára Sóley starfar nú sem fiðlukennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Nú um helgina, dagana 3.-4. mars stendur mikið til hjá Tónlistarskólanum á Akureyri og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Tónlistarskólinn heldur hátíðlegan dag tónlistarskólanna með tónleikum í Ketilhúsinu laugardaginn 3. mars þar sem verða tónleikar í gangi allan daginn, nemendur á öllum stigum koma fram og mikil fjölbreytni í tónlist og hljóðfærum sem leikið er á. Verða tónleikar haldnir á klukkutíma fresti, alls 6 tónleikar. Fyrstu tónleikarnir verða kl. kl. 11:00, þá munu blásarasveitir skólans leika og kl. 15:00 koma fram yngri strengjasveitir skólans. Kl. 13:00, 14:00 og 16:00 er blönduð efnisskrá, flytjendur á ýmsum aldri og fjölbreytni í hljóðfærum mikil. Lokatónleikar dagsins hefjast kl. 17:00 og eru þeir tónleikar til styrktar minningarsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur sem var píanónemandi við skólann en lést af slysförum í London þar sem hún stundaði framhaldsnám í píanóleik. Á tónleikunum koma fram nemendur í framhaldsdeild skólans. Ókeypis er á alla tónleikana í Ketilhúsinu en tekið á móti frjálsum framlögum í Þorgerðarsjóð. Tónlistarveislan heldur áfram sunnudaginn 4. mars. Þá stilla saman strengi sína Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Tónlistarskólinn á Akureyri með tónleikum í Akureyrarkirkju kl. 16:00. Á þessum tónleikum kemur fram strengjasveit SN ásamt strengjasveit TA sem skipuð er nemendum á aldrinum 15-17 ára. Einleikari á fiðlu er Lára Sóley Jóhannsdóttir en hún leikur einleik í Vetrinum eftir Vivaldi. Á efnisskránni er einnig tónlist eftir Hafliða Hallgrímsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Otto Respighi., T. Albinoni, Mascagni og B. Briten. Stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson. Lára Sóley Jóhannsdóttir hóf fiðlunám sitt við Tónlistarskóla Húsavíkur. Þar lærði hún hjá Sigríði Einarsdóttur og Valmari Väljaots. Hún lauk stúdentsprófi af tónlistarbraut Menntaskólans á Akureyri árið 2001 og nam samtímis fiðluleik hjá Önnu Podhajsku í Tónlistarskólanum á Akureyri. Haustið 2001 hélt Lára til London og sótti einkatíma hjá Martin Loveday og ári síðar hóf hún nám í The Royal Welsh College of Music and Drama og lauk þaðan BMus Honours gráðu sumarið 2006. Við útskrift hlaut Lára „The Peter Esswood Price" fyrir góðan námsárangur. Lára lék í þrjú ár með Sinfonia Cymru sem skipuð er nemendum úr öllum helstu tónlistarháskólum Bretlands og hefur leikið með fjölda kammerhópa. Píanótríó hennar, the James Trio vann árið 2006 kammertónlistarkeppni "The Cavatina Chamber Music Trust". Lára Sóley starfar nú sem fiðlukennari við Tónlistarskólann á Akureyri.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira