Tíu manns létust og 21 slasaðist nálægt grænmetismarkaði í Baghdad í Írak í dag. Þetta er haft eftir lögreglu sem segir að sprengjan hafi sprungið við verslunargötu í Bayaa hverfi írösku höfuðborgarinnar. Í hverfinu búa bæði síjar og súnnar og mikil mannmergð er vanalega á verslunargötunni.
Ofbeldi og sprengjutilræðum af hálfu uppreisnarmanna linnir ekki þrátt fyrir herferð Bandaríkjahers og Írakshers gegn ofbeldi í landinu.