Sport

Það eru örlög mín að verða óumdeildur meistari

NordicPhotos/GettyImages

Gamla brýnið Evander Holyfield segir það vera örlög sín að verða óumdeildur heimsmeistari í þungavigt hnefaleika áður en hann leggur hanskana endanlega á hilluna. Holyfield er 44 ára gamall og tók hanskana af hillunni á síðasta ári. Þá vann hann tvo bardaga og sá þriðji er á dagskránni í Texas þann 17. mars.

Holyfield segist sannfærður um að geta fengið tækifæri til að berjast við þá bestu í þungavigtinni, sem reyndar er talin sú slakasta í áraraðir um þessar mundir.

"Það eru mín örlög að sameina heimsmeistaratitilinn og hirða beltin frá öllum samböndunum. Ég er mjög hamingjusamur yfir því að hafa fengið tækifæri til að komast aftur inn í hringinn en það sem mér finnst skipta mestu máli er að geta sýnt fólki að við höfum öll val um það hvað við viljum gera og mitt val er að lifa lífinu til fullnustu," sagði gamli refurinn.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×