Breytingar í Holtagörðum 14. mars 2007 03:00 Örn V. Kjartansson. Nýir og talsvert breyttir Holtagarðar verða opnaðir í lok nóvember. Kostnaðurinn hleypur á 2,5 til 3 milljörðum króna. MYND/Heiða Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Hljóðlátar en viðamiklar breytingar standa nú yfir í Holtagörðum, sem áður hýsti Ikea. Verslunarrými hússins og bílastæðafjöldi verður um það bil tvöfaldaður auk þess sem talsverðar breytingar verða gerðar á útliti hússins og nánasta umhverfi. Nokkrar verslanir verða í húsinu, þar á meðal Hagkaup sem verður á um 9.000 fermetrum á fyrstu hæð hússins en það er sambærilegt verslun Hagkaupa í Smáralind. Þá er verið að bæta við einni hæð inni í húsinu en þar verða fimm verslanir til viðbótar í rými frá allt að 750 fermetrum til 3.200 fermetra. Fyrirhugað er að opna breytta Holtagarða í lok nóvember á þessu ári, að sögn Arnar V. Kjartanssonar, framkvæmdastjóra eignaumsýslu fasteignafélagsins Stoða, sem á húsið. Örn segir að lofthæð í mestum hluta Holtagarða sé mjög mikil. Viðskiptavinir Ikea hafi ekki gert sér grein fyrir henni þegar verslunin hafi verið þar til húsa þar sem loftið var klætt af. Hún sást hins vegar vel þegar komið var inn í lagerinn. Lofthæðin er nýtt til að byggja millihæð inn í húsið og verða þar nokkrar verslanir, meðal annars raftækjaverslun og húsgagnaverslun, sem mun bjóða upp á vöruúrval sem ekki hefur áður sést hér á landi, að hans sögn. Viðræður standa yfir við tvo aðila til viðbótar. Horft er til þess að ein þeirra verði fataverslun. „Verslunarhlutinn verður eftir breytingarnar um 20 þúsund fermetrar,“ segir Örn og bendir á að núverandi verslunarrými Holtagarða sé um 12 þúsund fermetrar. Samfara þessu fjölgar bílastæðum talsvert og verður hluti þeirra á tveimur hæðum. „Núna eru stæði fyrir 450 bíla en eftir breytingarnar verða þau um 800,“ segir Örn. Þær verslanir sem nú eru í Holtagörðum verða áfram í húsinu að Rúmfatalagernum undanskildum að sögn Arnar en í rýmið flytur ný verslun. Þá flytjast aðalskrifstofur Hagkaupa sömuleiðis á aðra hæð hússins en skrifstofurnar hafa verið á annarri hæð verslunar Hagkaupa í Skeifunni frá stofnun verslunarinnar. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem er í vestari enda hússins á jarðhæð flytur í stærra rými á aðra hæðina en Bónus verður á sama stað. Örn segir þetta ekki allt og sumt því nýtt gleranddyri hefur verið hannað framan á húsið og er innangengt í það frá báðum hæðum bílastæðanna. Í anddyrinu verður flatur og þrepalaus rúllustigi sem gerir jafnt fólki með innkaupakerrur eða þungar byrðar auðveldara fyrir að fara á milli hæða. Gert er ráð fyrir að kostnaður við breytingarnar hlaupi á rúmum tveimur milljörðum króna. Örn segir fjárfestinguna vissulega mikla en leggur áherslu á að verið sé að byggja til framtíðar því lagning Sundabrautar, sem fyrirhugað er að verði í námunda við Holtagarða, spili inn í áætlanagerðina. „Við horfum til þess að þeir sem komi til borgarinnar utan af landi um Sundabraut vilji versla,“ segir hann og leggur áherslu á að þegar Holtagarðar opni verði um nýjan verslanakjarna að ræða. Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Hljóðlátar en viðamiklar breytingar standa nú yfir í Holtagörðum, sem áður hýsti Ikea. Verslunarrými hússins og bílastæðafjöldi verður um það bil tvöfaldaður auk þess sem talsverðar breytingar verða gerðar á útliti hússins og nánasta umhverfi. Nokkrar verslanir verða í húsinu, þar á meðal Hagkaup sem verður á um 9.000 fermetrum á fyrstu hæð hússins en það er sambærilegt verslun Hagkaupa í Smáralind. Þá er verið að bæta við einni hæð inni í húsinu en þar verða fimm verslanir til viðbótar í rými frá allt að 750 fermetrum til 3.200 fermetra. Fyrirhugað er að opna breytta Holtagarða í lok nóvember á þessu ári, að sögn Arnar V. Kjartanssonar, framkvæmdastjóra eignaumsýslu fasteignafélagsins Stoða, sem á húsið. Örn segir að lofthæð í mestum hluta Holtagarða sé mjög mikil. Viðskiptavinir Ikea hafi ekki gert sér grein fyrir henni þegar verslunin hafi verið þar til húsa þar sem loftið var klætt af. Hún sást hins vegar vel þegar komið var inn í lagerinn. Lofthæðin er nýtt til að byggja millihæð inn í húsið og verða þar nokkrar verslanir, meðal annars raftækjaverslun og húsgagnaverslun, sem mun bjóða upp á vöruúrval sem ekki hefur áður sést hér á landi, að hans sögn. Viðræður standa yfir við tvo aðila til viðbótar. Horft er til þess að ein þeirra verði fataverslun. „Verslunarhlutinn verður eftir breytingarnar um 20 þúsund fermetrar,“ segir Örn og bendir á að núverandi verslunarrými Holtagarða sé um 12 þúsund fermetrar. Samfara þessu fjölgar bílastæðum talsvert og verður hluti þeirra á tveimur hæðum. „Núna eru stæði fyrir 450 bíla en eftir breytingarnar verða þau um 800,“ segir Örn. Þær verslanir sem nú eru í Holtagörðum verða áfram í húsinu að Rúmfatalagernum undanskildum að sögn Arnar en í rýmið flytur ný verslun. Þá flytjast aðalskrifstofur Hagkaupa sömuleiðis á aðra hæð hússins en skrifstofurnar hafa verið á annarri hæð verslunar Hagkaupa í Skeifunni frá stofnun verslunarinnar. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem er í vestari enda hússins á jarðhæð flytur í stærra rými á aðra hæðina en Bónus verður á sama stað. Örn segir þetta ekki allt og sumt því nýtt gleranddyri hefur verið hannað framan á húsið og er innangengt í það frá báðum hæðum bílastæðanna. Í anddyrinu verður flatur og þrepalaus rúllustigi sem gerir jafnt fólki með innkaupakerrur eða þungar byrðar auðveldara fyrir að fara á milli hæða. Gert er ráð fyrir að kostnaður við breytingarnar hlaupi á rúmum tveimur milljörðum króna. Örn segir fjárfestinguna vissulega mikla en leggur áherslu á að verið sé að byggja til framtíðar því lagning Sundabrautar, sem fyrirhugað er að verði í námunda við Holtagarða, spili inn í áætlanagerðina. „Við horfum til þess að þeir sem komi til borgarinnar utan af landi um Sundabraut vilji versla,“ segir hann og leggur áherslu á að þegar Holtagarðar opni verði um nýjan verslanakjarna að ræða.
Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira