Þrettán sigrar í röð hjá San Antonio 14. mars 2007 03:45 Tony Parker skoraði 25 stig í 13. sigri San Antonio í röð NordicPhotos/GettyImages San Antonio hefur tekið við af grönnum sínum í Dallas sem heitasta liðið í NBA deildinni, en í nótt vann liðið þrettánda leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 93-84 á heimavelli sínum. Þá vann Miami þrettánda heimaleik sinn í röð þegar það skellti Utah eftir að hafa verið 17 stigum undir í síðari hálfleik. Tony Parker skoraði 25 stig fyrir San Antonio í sigrinum á Clippers, en Corey Maggette skoraði 17 stig fyrir gestina. Clippers var án leikstjórnandans Sam Cassell í leiknum og tapaði sínum fjórða í röð. Annar leikstjórnandi liðsins, Shaun Livingston, fór í aðgerð á hné í Alabama í gær eftir að hafa slitið allt sem hægt er að slíta í hnénu á sér á dögunum. Hann verður frá keppni í að minnsta kosti eitt ár. Miami lagði Utah 88-86 eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í síðari hálfleik. Hvorugt liðið átti sérstaklega góðan dag, en gestirnir frá Utah léku skelfilega í lokaleikhlutanum og köstuðu frá sér sigrinum. Þetta var 13. heimasigur Miami og 6. sigur liðsins í röð. Utah hafði unnið 6 leiki í röð og 14. af 16. fyrir leikinn í nótt. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Utah, en Jason Williams skoraði 15 stig fyrir Miami. Cleveland burstaði Sacramento 124-100 án LeBron James sem er meiddur í baki. Larry Hughes og Sasha Pavlovic skoruðu 25 stig fyrir Cleveland en Ron Artest setti 19 fyrir Sacramento. Atlanta batt enda á sjö leikja sigurgöngu Atlanta með 104-92 sigri á heimavelli. Josh Smith skoraði 26 stig og hirti 17 fráköst fyrir Atlanta en Andre Iguodala skoraði 18 fyrir Philadelphia. New Jersey lagði New Orleans á útivelli 112-108. Chris Paul skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir New Orleans en Richard Jefferson skoraði 26 stig fyrir New Jersey - sem jafnaði granna sína í New York í töflunni og er með 30 sigra og 35 töp. Minnesota vann góðan sigur á Indiana á heimavelli 86-81 eftir að hafa lent 14 stigum undir í þriðja leikhluta. Þá var það Kevin Garnett sem tók til sinna ráða og skoraði 13 af 23 stigum liðs síns og var lykilmaðurinn í 14-0 rispu heimamanna sem kom þeim aftur inn í leikinn. Þetta var 10. tap Indiana í röð og er þetta versta taphrina liðsins síðan það tapaði 12 í röð árið 1989. Garnett skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Minnesota, en Jamal Tinsley skoraði 37 stig fyrir Indiana sem var persónulegt met hjá honum. Chicago lagði Boston 95-87 á heimavelli þar sem liðið fékk góða hjálp úr óvæntri átt í sóknarleiknum. Nýliðinn Tyrus Thomas skoraði 23 stig og hirti 9 fráköst og varnarjaxlinn Ben Wallace skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst. Wallace tók 21 skot í leiknum sem er það mesta sem hann hefur tekið á ferlinum og var rétt við það að slá persónulegt met sitt í einum leik sem er 22 stig. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston. Denver lagði Portland 107-99. Allen Iverson skoraði 31 stig, gaf 10 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 29 stig. Zach Randolph skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Portland og LeMarcus Aldridge skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Þá vann Detroit nauman sigur á Seattle á útivelli 101-97 í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Ray Allen skoraði megnið af 27 stigum sínum á æsilegum lokaspretti þar sem heimamenn voru nálægt því að jafna leikinn, en gestirnir frá Detroit héldu haus í lokin. Chris Webber skoraði 24 stig fyrir Detroit sem vann þriðja leikinn í röð á keppnisferðalagi sínu um vesturströndina. NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
San Antonio hefur tekið við af grönnum sínum í Dallas sem heitasta liðið í NBA deildinni, en í nótt vann liðið þrettánda leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 93-84 á heimavelli sínum. Þá vann Miami þrettánda heimaleik sinn í röð þegar það skellti Utah eftir að hafa verið 17 stigum undir í síðari hálfleik. Tony Parker skoraði 25 stig fyrir San Antonio í sigrinum á Clippers, en Corey Maggette skoraði 17 stig fyrir gestina. Clippers var án leikstjórnandans Sam Cassell í leiknum og tapaði sínum fjórða í röð. Annar leikstjórnandi liðsins, Shaun Livingston, fór í aðgerð á hné í Alabama í gær eftir að hafa slitið allt sem hægt er að slíta í hnénu á sér á dögunum. Hann verður frá keppni í að minnsta kosti eitt ár. Miami lagði Utah 88-86 eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í síðari hálfleik. Hvorugt liðið átti sérstaklega góðan dag, en gestirnir frá Utah léku skelfilega í lokaleikhlutanum og köstuðu frá sér sigrinum. Þetta var 13. heimasigur Miami og 6. sigur liðsins í röð. Utah hafði unnið 6 leiki í röð og 14. af 16. fyrir leikinn í nótt. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Utah, en Jason Williams skoraði 15 stig fyrir Miami. Cleveland burstaði Sacramento 124-100 án LeBron James sem er meiddur í baki. Larry Hughes og Sasha Pavlovic skoruðu 25 stig fyrir Cleveland en Ron Artest setti 19 fyrir Sacramento. Atlanta batt enda á sjö leikja sigurgöngu Atlanta með 104-92 sigri á heimavelli. Josh Smith skoraði 26 stig og hirti 17 fráköst fyrir Atlanta en Andre Iguodala skoraði 18 fyrir Philadelphia. New Jersey lagði New Orleans á útivelli 112-108. Chris Paul skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir New Orleans en Richard Jefferson skoraði 26 stig fyrir New Jersey - sem jafnaði granna sína í New York í töflunni og er með 30 sigra og 35 töp. Minnesota vann góðan sigur á Indiana á heimavelli 86-81 eftir að hafa lent 14 stigum undir í þriðja leikhluta. Þá var það Kevin Garnett sem tók til sinna ráða og skoraði 13 af 23 stigum liðs síns og var lykilmaðurinn í 14-0 rispu heimamanna sem kom þeim aftur inn í leikinn. Þetta var 10. tap Indiana í röð og er þetta versta taphrina liðsins síðan það tapaði 12 í röð árið 1989. Garnett skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Minnesota, en Jamal Tinsley skoraði 37 stig fyrir Indiana sem var persónulegt met hjá honum. Chicago lagði Boston 95-87 á heimavelli þar sem liðið fékk góða hjálp úr óvæntri átt í sóknarleiknum. Nýliðinn Tyrus Thomas skoraði 23 stig og hirti 9 fráköst og varnarjaxlinn Ben Wallace skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst. Wallace tók 21 skot í leiknum sem er það mesta sem hann hefur tekið á ferlinum og var rétt við það að slá persónulegt met sitt í einum leik sem er 22 stig. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston. Denver lagði Portland 107-99. Allen Iverson skoraði 31 stig, gaf 10 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 29 stig. Zach Randolph skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Portland og LeMarcus Aldridge skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Þá vann Detroit nauman sigur á Seattle á útivelli 101-97 í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Ray Allen skoraði megnið af 27 stigum sínum á æsilegum lokaspretti þar sem heimamenn voru nálægt því að jafna leikinn, en gestirnir frá Detroit héldu haus í lokin. Chris Webber skoraði 24 stig fyrir Detroit sem vann þriðja leikinn í röð á keppnisferðalagi sínu um vesturströndina.
NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum