Erlent

Áfram hlegið

Íbúar Fjuckby verða sætta sig við að áfram sé gert grín að þeim.
Íbúar Fjuckby verða sætta sig við að áfram sé gert grín að þeim.

Íbúum sænska smábæjarins Fjuckby hefur verið synjað um leyfi til þess að breyta nafni bæjarins. Íbúarnir eru 50 talsins og 15 þeirrra voru orðnir svo þreyttir á dónalegum athugasemdum sem þeir fá þegar þeir segja hvaðan þeir eru, að þeir sóttu um leyfi til þess að breyta nafninu. Þessar dónalegu athugasemdir tengjast kynferðislegum athöfnum, eins og hægt er að ímynda sér, með tilliti til nafnsins.

Örnefnanefnd Svíþjóðar komst að þeirri niðurstöðu að þar sem aðeins 15 af 50 íbúum skrifuðu undir beiðnina, hafi hún ekki þann stuðning sem þurfi til nafnbreytingar. Íbúarnir verða því að sætta sig við það áfram, að gert sér grín að þeim.

Íbúar annarra smábæja með sérstök nöfn fylgdust af áhuga með þessu máli. Meðal þeirra voru íbúar í bæjunum Onansbygd, Lem, Rumpsjön, Brittas Hål og Djuparöven.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×