Magnús áfram í Meistaranum 1. mars 2007 22:51 Magnús Lúðvík Þorláksson tryggði sér fyrr í kvöld sæti í 8 manna úrslitum í Meistaranum, spurningakeppninni sem sýnd er á Stöð 2. Magnús Lúðvík lagði þá Baldvin Má Baldvinsson í spennandi viðureign þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaspurningunni. Magnús Lúðvík er yngsti keppandinn í Meistaranum í ár. Hann er 18 ára gamall nemi við Menntaskólann í Reykjavík, en Baldvin Már er 21 árs gamall. Báðir eru fræknir Gettu betur spilarar. Baldur Már var í sigurliði Borgarholtsskóla 2005 en Magnús Lúðvík hefur síðastliðin tvö ár verið í Gettu betur-liði MR og er kominn í 8 liða úrslit í keppninnar í ár. Þar með er hann meðal þeirra átta bestu á tveimur vígstöðvum og verður spennandi að fylgjast með hversu langt hann nær. Í viðureigninni gegn Baldvini Má fór Magnús Lúðvík vel af stað og náði fljótlega góðu forskoti, sem hann hélt þar til á endasprettinum. Í lokaspurningu Magnúsar, þegar staðan var 19-16, lagði hann undir 3 stig, sem þýddi að hann hefði unnið ef hann hefði svarað rétt. En hann vissi ekki svarið og staðan því skyndilega orðin jöfn 16-16. Baldvin átti enn inni eina spurningu og gat stolið sigrinum. Hann ákvað þá að leggja 5 stig undir en svaraði rangt og því var lokastaðan 16-11, Magnúsi í vil. Magnús er þar með kominn í 8 manna úrslit ásamt þeim Páli Ásgeiri Ásgeirssyni og Helga Árnasyni. Fjórða viðureign fyrstu umferðar fer fram að viku liðinni, fimmtudaginn 8. mars. Þar eigast við grúskarar tveir, á ólíkum aldri og af sitthvoru kyninu; Illugi Jökulsson ritstjóri á móti Bryndísi Sveinsdóttur, nema og blaðakonu, en aldursmunurinn er nærri 20 ár. Illugi snýr þá aftur til keppni í Meistaranum, en hann var með í fyrstu Meistarakeppninni og náði þá alla leið í undanúrslit. Þar beið hann lægri hlut fyrir Jónasi Erni Helgasyni, sem síðan átti eftir að vinna keppnina og verða krýndur Meistari. Bryndís hefur ekki tekið opinberlega þátt í spurningakeppni áður en komst inn í Meistarann eftir að hafa staðið sig einna best allra í inntökuprófinu. Fréttir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Magnús Lúðvík Þorláksson tryggði sér fyrr í kvöld sæti í 8 manna úrslitum í Meistaranum, spurningakeppninni sem sýnd er á Stöð 2. Magnús Lúðvík lagði þá Baldvin Má Baldvinsson í spennandi viðureign þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaspurningunni. Magnús Lúðvík er yngsti keppandinn í Meistaranum í ár. Hann er 18 ára gamall nemi við Menntaskólann í Reykjavík, en Baldvin Már er 21 árs gamall. Báðir eru fræknir Gettu betur spilarar. Baldur Már var í sigurliði Borgarholtsskóla 2005 en Magnús Lúðvík hefur síðastliðin tvö ár verið í Gettu betur-liði MR og er kominn í 8 liða úrslit í keppninnar í ár. Þar með er hann meðal þeirra átta bestu á tveimur vígstöðvum og verður spennandi að fylgjast með hversu langt hann nær. Í viðureigninni gegn Baldvini Má fór Magnús Lúðvík vel af stað og náði fljótlega góðu forskoti, sem hann hélt þar til á endasprettinum. Í lokaspurningu Magnúsar, þegar staðan var 19-16, lagði hann undir 3 stig, sem þýddi að hann hefði unnið ef hann hefði svarað rétt. En hann vissi ekki svarið og staðan því skyndilega orðin jöfn 16-16. Baldvin átti enn inni eina spurningu og gat stolið sigrinum. Hann ákvað þá að leggja 5 stig undir en svaraði rangt og því var lokastaðan 16-11, Magnúsi í vil. Magnús er þar með kominn í 8 manna úrslit ásamt þeim Páli Ásgeiri Ásgeirssyni og Helga Árnasyni. Fjórða viðureign fyrstu umferðar fer fram að viku liðinni, fimmtudaginn 8. mars. Þar eigast við grúskarar tveir, á ólíkum aldri og af sitthvoru kyninu; Illugi Jökulsson ritstjóri á móti Bryndísi Sveinsdóttur, nema og blaðakonu, en aldursmunurinn er nærri 20 ár. Illugi snýr þá aftur til keppni í Meistaranum, en hann var með í fyrstu Meistarakeppninni og náði þá alla leið í undanúrslit. Þar beið hann lægri hlut fyrir Jónasi Erni Helgasyni, sem síðan átti eftir að vinna keppnina og verða krýndur Meistari. Bryndís hefur ekki tekið opinberlega þátt í spurningakeppni áður en komst inn í Meistarann eftir að hafa staðið sig einna best allra í inntökuprófinu.
Fréttir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira