Innlent

Siv hótar stjórnarslitum vegna auðlindaákvæðis

MYND/Hari

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ríkisstjórnin geti átt erfitt með að lifa það ef ekki næst samkomulag um að binda í stjórnarskrá ákvæði um sameiginlega eign þjóðarinnar á auðlindum eins og getið sé í stjórnarsáttmála. Þessi orð lét hún falla á flokksþingi Frasmóknarflokksins sem fram fer á Hótel Sögu.

Siv sagði að ef ekki næðist niðurstaða í málinu væri hugsanlegt að mikil gjá myndaðist milli flokkana þannig að samstarfið lifði það ekki af. Samstarfið heyrði því sögunni til og þá yrði annaðhvort minnihlutastjórn eða einhvers konar starfsstjórn í landinu til kosninga.

Ljóst er að framsóknarmenn leggja mikla áherslu á að ljúka þessu máli fyrir kosningar því formaður flokksins, Jón Sigurðsson, sagði í ræðu sinni á flokksþinginu í dag að flokkurinn teldi þetta mál skipta afskaplega miklu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×