Fótbolti

West Ham ákært vegna félagaskipta Tevez og Macheranos

Alan Pardew með Tevez og Mascherano í haust.
Alan Pardew með Tevez og Mascherano í haust. MYND/Getty Images

Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar hefur ákveðið að kæra Íslendingaliðið West Ham fyrir brot á reglum um leikmannakaup í tengslum við komu argentínsku leikmannanna Carlos Tevez and Javier Mascherano til liðsins í ágúst í fyrra. Verði félagið sakfellt gæti það átt yfir höfði sér að stig yrðu dregin af því í ensku úrvalsdeildinni.

Leikmennirnir gengu til liðs við West Ham frá brasilíska liðinu Corinthians í lok ágúst í fyrra og eftir því sem breskir fjölmiðlar greina frá skilaði West Ham ekki inn mikilvægum skjölum í tengslum við félagaskiptin. Það gengur gegn lögum ensku úrvalsdeildarinnar.

West Ham hefur tvær vikur til þess að svara ákærum úrvalsdeildarinnar. Liðið er nú í 19. sæti deildarinnar, í harðri fallbaráttu, og fram kemur á vef BBC að ef liðið verði sakfellt og stig dregin af því þá blasi ekkert annað við en fall í Championship-deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×