Viðskipti erlent

BBC og YouTube í eina sæng

BBC og YouTube hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að YouTube býður nú myndskeið frá þremur sjónvarpsrásum BBC. Þá verður hægt að sjá viðtöl BBC við „fræga fólkið", fréttir og eitthvað skemmtiefni. BBC mun að líkindum sjálft sjá um að hýsa myndskeiðin, en þeim verður veitt á síðu YouTube eins og öðrum myndskeiðum sem þar má sjá.

Ekki hefur verið gefið upp hversu mikið BBC er að borga YouTube fyrir þessa þjónustu, né heldur hversu lengi samningurinn gildir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×