Siv á að segja af sér 4. mars 2007 18:32 Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. Ummæli Sivjar frá því á föstudaginn hafa vakið mikinn úlfaþyt en þá sagði hún meðal annars: "Ég tel að ef að við náum ekki að klára það að þá geti það haft áhrif á þetta ágæta stjórnarsamstarf, að það geti trosnað verulega. Þannig að við ef til vill sjáum hér þá einhvers konar minnihlutastjórn eða starfsstjórn fram að kosningum." Það er mikill misskilningur að þetta séu fjandsamlegar hótanir, sagði formaður Framsóknarflokksins í fréttum okkar í gær. Sjálfstæðismenn eru ekki allir sammála því. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var ómyrkur í Silfri Egils í dag, sagði að í orðum Sivjar væri alvarleg hótun og að túlkun Jóns Sigurðssonar á ummælunum væri afbökun: "Mín skoðun er sú að í öllum alvöru ríkjum að ráðherra sem fer fram með þessum hætti að honum er nú varla sætt. Ég get ekki séð að ráðherra sem talar svona til samstarfsflokksins eigi að sitja í ríkisstjórn." Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um þessa yfirlýsingu í dag. Flokkssystir hennar Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, er ekki á því að Siv eigi að segja af sér. "Nei, og Sigurður Kári verður sjálfur að svara fyrir þessi orð sín, þessi stóru orð, sem hann upphefur þarna, sem mér finnst algerlega að tilefnislausu." Jónína segir þunga og alvöru á bak við þetta mál hjá framsóknarmönnum. "En ég hef trú á því að formenn flokkanna leysi þetta mál sín á milli." Ekki er á Sigurði Kára að heyra að hann sé jafn bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir nái saman um auðlindaákvæðið. "Ætla menn að fara að breyta stjórnarskránni, hugsanlega umbylta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og atvinnugreininni þegar það eru tíu dagar eftir af þinginu - ég get ekki ímyndað mér það." Aðspurð hvort Framsóknarmenn þurfi þá ekki að standa við stóru orðin, segir Jónína að menn hljóti nú að hafa haft sama skilning á ákvæðum stjórnarsáttmálans.Sigurður Líndal sagði í samtali við fréttastofu í dag að auðlindaákvæði eins og það er sett fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar merkingarlaust lýðskrum. Þjóðin geti ekki verið eigandi, ekki frekar en foreldrar eigi börn sín í eignarréttarlegum skilningi og geti þjóðnýtt þau eða ráðstafað að vild. Fréttir Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. Ummæli Sivjar frá því á föstudaginn hafa vakið mikinn úlfaþyt en þá sagði hún meðal annars: "Ég tel að ef að við náum ekki að klára það að þá geti það haft áhrif á þetta ágæta stjórnarsamstarf, að það geti trosnað verulega. Þannig að við ef til vill sjáum hér þá einhvers konar minnihlutastjórn eða starfsstjórn fram að kosningum." Það er mikill misskilningur að þetta séu fjandsamlegar hótanir, sagði formaður Framsóknarflokksins í fréttum okkar í gær. Sjálfstæðismenn eru ekki allir sammála því. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var ómyrkur í Silfri Egils í dag, sagði að í orðum Sivjar væri alvarleg hótun og að túlkun Jóns Sigurðssonar á ummælunum væri afbökun: "Mín skoðun er sú að í öllum alvöru ríkjum að ráðherra sem fer fram með þessum hætti að honum er nú varla sætt. Ég get ekki séð að ráðherra sem talar svona til samstarfsflokksins eigi að sitja í ríkisstjórn." Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um þessa yfirlýsingu í dag. Flokkssystir hennar Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, er ekki á því að Siv eigi að segja af sér. "Nei, og Sigurður Kári verður sjálfur að svara fyrir þessi orð sín, þessi stóru orð, sem hann upphefur þarna, sem mér finnst algerlega að tilefnislausu." Jónína segir þunga og alvöru á bak við þetta mál hjá framsóknarmönnum. "En ég hef trú á því að formenn flokkanna leysi þetta mál sín á milli." Ekki er á Sigurði Kára að heyra að hann sé jafn bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir nái saman um auðlindaákvæðið. "Ætla menn að fara að breyta stjórnarskránni, hugsanlega umbylta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og atvinnugreininni þegar það eru tíu dagar eftir af þinginu - ég get ekki ímyndað mér það." Aðspurð hvort Framsóknarmenn þurfi þá ekki að standa við stóru orðin, segir Jónína að menn hljóti nú að hafa haft sama skilning á ákvæðum stjórnarsáttmálans.Sigurður Líndal sagði í samtali við fréttastofu í dag að auðlindaákvæði eins og það er sett fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar merkingarlaust lýðskrum. Þjóðin geti ekki verið eigandi, ekki frekar en foreldrar eigi börn sín í eignarréttarlegum skilningi og geti þjóðnýtt þau eða ráðstafað að vild.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira