Viðskipti erlent

Olíuverð hækkar vegna ótta um samdrátt

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á markaði í dag og fór í tæpan 61 dal á tunnu. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni er sú að búist er við að olíubirgðir hafa minnkað nokkuð á milli vikna í Bandaríkjunum. Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir vikulega skýrslu sína um olíubirgðir landsins síðar í dag.

Olíuverðið slapp við lækkanir á helstu fjármálamörkuðum í síðustu viku enda hefur það hækkað nokkuð og stendur nú í 10 dölum yfir því lágmarksverði sem það fór í við upphaf árs. Þá er verðið þrisvar sinnum hærra en við upphaf árs 2002.

Olíuverð hækkaði um 16 sent á markaði í Bandaríkjunum og fór í 60,85 dali á tunnu í morgun. Á sama tíma hækkaði verð á Brent Norðursjávarolú um 30 sent og fór í 61,69 dali á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×