Viðskipti erlent

Paulson ræðir við kínversk stjórnvöld

Henry Paulson heilsar Wu Yi, varaforsætisráðherra Kína, við komuna þangað í Kína.
Henry Paulson heilsar Wu Yi, varaforsætisráðherra Kína, við komuna þangað í Kína.

Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, kom til Pekingborgar í Kína í dag en hann mun funda með ráðamönnum í Kína um gjaldeyrisstefnu stjórnvalda. Kínverska júanið hefur verið mjög lágt um langan tíma og hefur vegna þessa aukið mjög á vöruskiptahalla á milli Bandaríkjanna og Kína.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum segja Kínverja halda genginu lágu með handafli með það fyrir augum að efla útflutning.

Paulson mun að loknum fundi sínum með kínverskum ráðamönnum í dag fljúga áleiðis til Sjanghæ en þar mun hann flytja erindi í kauphöll borgarinnar.

Þetta er þriðja heimsókn Paulson til Kína síðan hann tók við embætti fjármálaráðherra Bandaríkjanna fyrir tæpu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×