Erlent

Nowak rekin frá NASA

Nowak sést hér aðstoða lítil börn á sýningu í höfuðstöðvum NASA í Flórída fyrr á þessu ári.
Nowak sést hér aðstoða lítil börn á sýningu í höfuðstöðvum NASA í Flórída fyrr á þessu ári. MYND/AFP

Lisa Nowak, geimfarinn sem reyndi að ræna keppinaut sínum um ástir annars geimfara, hefur verið rekin frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA). Brottreksturinn kemur í kjölfar þess að lögregla kærði hana fyrir tilraun til mannráns.

Samkvæmt fregnum frá NASA var um sameiginlega ákvörðun NASA og sjóhersins en hún er ennþá liðsforingi í sjóhernum. Atvikið leiddi einnig til þess að NASA ákvað að endurskoða starfsreglur sínar varðandi geimfara og hvernig fylgst er með geðheilsu þeirra. Stofnunin ætlar nú að framkvæma regluleg próf á geimförum sínum til þess að koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Nowak hafði verið sett í launalaust leyfi eftir atvikið. Hún lýsti sig saklausa þegar hún var ákærð fyrir tilraun til mannráns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×