Handbolti

Fram lagði Val

Mynd/Valli
Valsstúlkum mistókst að komast á toppinn í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld þegar liðið lá 24-20 fyrir Fram. Valur er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni. Haukar eru í þriðja sæti með 24 stig eftir sigur á Akureyri í kvöld 27-22 og þá vann HK sigur á ÍBV 33-30.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×