Innlent

Stofna samtök þeirra sem dvalið hafa á upptökuheimilum

Stofnuð verða samtök þeirra sem voru á barna- og unglingaheimilum hins opinbera á árunum 1950-80. Á fjölmennum fundi þessa fólks var skorað á stjórnvöld að bjóða öllum þessum hópi sömu úrræði og nú eru í boði fyrir drengi sem voru í Breiðavík. Frumvarp um opinbera rannsóknarnefnd á málefnum þessara heimila hefur verið afgreidd frá allsherjarnefnd þingsins.

Þrjátíu manns voru á stuðningsfundi í Laugarneskirkju fyrir þá sem eiga um sárt að binda eftir dvöl á barna og unglingaheimilum hins opinbera. Ákveið var að næsta sunnudag klukkan sex yrði undirbúningsfundur í safnaðarheimilinu að stofnun samtaka þessa fólks. Pétur Pétursson prófessor hefur verið í fosvari þessa undirbúnings.

Pétur segir nauðsynlegt að aðstanendur þeirra sem voru vistaðir taki einnig þátt í þessum samtökum enda eiga þeir einnig um sárt að binda.

Frumvarp til laga um stofnun rannsóknarnefndar á málefnum þessara barna og unglingaheimila var afgreitt frá allsherjarnefnd í gær og þó aðeins sé einn dagur eftrir af þingstörfum segir Pétur brýnt að alþingi samþykki þessi lög fyrir þinglok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×