Viðskipti erlent

Tyrkir loka YouTube

Tyrkneskir dómstólar hafa úrskurðað að lokað skuli á aðgang að vefmyndbandaveitunni YouTube vegna þess að þar er að finna móðgandi myndbrot við landsföðurinn Kemal Ataturk. Nú þegar tyrkneskir netnotendur reyna að fara inn á síðuna mætir þeim ekkert annað en skilaboð frá yfirvaldinu um að síðan sé lokuð.

Dómstóllinn varð þó við kröfu Tyrkneska sjónvarpsins um að opna síðuna um leið og myndböndin sem um er rætt hafa verið tekin af henni. Kveikjan að málinu var að tyrkneskir og grískir netnotendur hafa átt í stafrænu stríði ef svo má kalla um hríð og keppst við að senda móðgandi myndbrot á síðuna.+

Myndbandið sem svo vakti þessa reiði dómstólsins sagði að Ataturk og Tyrkir allir væru samkynhneigðir. Fangelsisvist liggur við móðgun við Ataturk í tyrkneskum lögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×