Innlent

Tillögur um jafnréttislög of róttækar

Bjarni Benediktsson, fulltrúi Sjálfstæðismanna við endurskoðun jafnréttislaga, segir tillögur nefndarinnar of róttækar. Samfylkingin vill að jafnréttisfrumvarpið verði samþykkt fyrir kosningar.

Þverpólitísk nefnd undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur hefur síðan í sumar setið við endurskoðun jafnréttislaga, sem fyrst voru sett fyrir 30 árum. Í gær kynnti svo félagsmálaráðherra frumvarp sem nefndin setti saman. Bjarni Benediktsson var fulltrúi Sjálfstæðismanna í nefndinni. Hann skilaði fimm bókunum við frumvarpið og er ósáttur við ýmislegt þar.

Hann telur einnig að að gert sé ráð fyrir of víðtækar heimildir Jafnréttisstofu til að krefjast gagna og upplýsinga frá fyrirtækjum og setur sömuleiðis fyrirvara við sektarheimildir. Þá setur hann einnig fyrirvara við kynjakvóta og fleira.

Samfylkingin fagnar frumvarpsdrögum nefndarinnar og býður samstarf við ríkisstjórn og aðra þingflokka um samþykkt nýrra jafnréttislaga áður en Alþingi lýkur störfum síðar í þessum mánuði. Þingflokkur Samfylkingar skorar á aðra þingflokka að taka höndum saman um þessar tímabæru umbætur í jafnréttismálum. Í samþykkt flokksins segir að í drögunum felist ótvíræð skref fram á við í löggjöfinni, meðal annars með ákvæðum um afnám launaleyndar, bindandi úrskurði kærunefndar og fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×