Viðskipti erlent

Stýrivextir hækka á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta með það fyrir augum að draga úr verðbólgu á evrusvæðinu, sem engu að síður hefur verið á niðurleið. Stýrivextirnir standa nú í 3,75 prósentum og hafa þeir ekki verið hærri í fimm og hálft ár. Fastlega var gert ráð fyrir þessari niðurstöðu.

Greinendur búast við enn frekari hækkun á næstunni og gera ráð fyrir að stýrivextirnir geti farið upp í allt að 4 prósent fyrir lok árs.

Verðbólga mældist 1,8 prósent á evrusvæðinu í janúar samanborið við 1,9 prósent í mánuðinum á undan. Það er 0,2 prósentustigum undir verðbólgumarkmiðum evrópska seðlabankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×