Erlent

Palestínsk þjóðstjórn kynnt í næstu viku

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna. MYND/AP

Palestínsk þjóðstjórn er 99 prósent tilbúin, að sögn Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Abbas átti í dag fund með Ismail Haniyeh forsætisráðherra Hamas í núverandi heimastjórn. Ráðherralisti verður kynntur í næstu viku, en líklega ekki fyrr en eftir fund sem Abbas mun þá eiga með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.

Abbas vonast til þess að eftir að þjóðstjórnin verður kynnt, muni vesturlönd hefja á ný efnahagsaðstoð við Palestínumenn, sem var hætt eftir að Hamas samtökin náðu meirihluta á þingi í kosningum á síðasta ári.

Ýmsar þjóðir hafa farið framhjá þessu með því að senda peninga beint til Abbas, meðal annars hafa Ísraelar látið hann hafa 100 milljónir dollara af skattfé sem þeir innheimta fyrir palestínsk yfirvöld.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×