Philadelphia - LA Lakers í beinni á Sýn í kvöld 9. mars 2007 08:30 Kobe Bryant og félagar mæta Philadelphia 76ers í kvöld NordicPhotos/GettyImages Leikur Philadelphia 76ers og LA Lakers verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Heimamenn í Philadelphia eiga vart von á góðu í leiknum í kvöld, þar sem Kobe Bryant mun snúa aftur eftir eins leiks bann og setur eflaust á svið góða sýningu í heimafylki sínu. Liðin hafa verið á ólíku róli í undanförnum leikjum og hér fyrir neðan er létt upphitun fyrir leik kvöldsins. Lið Philadelphia (23 sigrar - 38 töp) hefur verið á ágætu róli í deildinni á síðustu vikum og hefur spilamennskan aðeins batnað eftir að þeir Allen Iverson og Chris Webber fóru frá félaginu. Liðinu gekk afleitlega framan af vetri og var á tíma í botnsæti deildarinnar, en nú er öldin önnur. 76ers hefur unnið fimm leiki í röð í fyrsta sinn í vetur og er leikurinn í kvöld sá síðasti af sex í röð á heimavelli. Andre Iguodala hefur farið á kostum með liðinu í síðustu leikjum og náði þriðju þreföldu tvennu sinni á leiktíðinni þegar 76ers lagði Seattle á miðvikudagskvöldið. Hann skoraði 25 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lakers-liðið (33 sigrar - 29 töp) hefur ekki náð að sigra í Philadelphia síðan árið 2000. Mikil meiðsli hafa verið í herbúðum liðsins í vetur og byrjunarliðsmennirnir Lamar Odom og Luke Walton verða ekki með liðinu í nótt. Þá er varamiðherjinn Ronny Turiaf tæpur vegna meiðsla. Lakers hefur tapað fjórum leikjum í röð og 10 af síðustu 13. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig Kobe Bryant stendur sig í leik kvöldsins, því hann kemur nú úr eins leiks banni fyrir að slá til andstæðings síns í annað sinn á tímabilinu. Bryant baðaði út höndunum og sló til Marko Jaric eftir að Jaric varði frá honum skot - en Bryant heldur því fram að hann hafi verið að reyna að fiska villu með látbragðinu. Aganefnd NBA deildarinnar keypti þessi rök ekki og nýjasta leikbanni hans fylgdu þau skilaboð að bannið yrði enn lengra ef svona lagað kæmi fyrir á ný. Síðast þegar Bryant sat af sér leik fyrir viðlíka brot (gegn Manu Ginobili hjá San Antonio) tók hann gremju sína út á næstu andstæðingum Lakers. Það kom í hlut Boston Celtics að kenna á Bryant í það skiptið og þá skoraði hann 43 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar - og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum. NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri Sjá meira
Leikur Philadelphia 76ers og LA Lakers verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Heimamenn í Philadelphia eiga vart von á góðu í leiknum í kvöld, þar sem Kobe Bryant mun snúa aftur eftir eins leiks bann og setur eflaust á svið góða sýningu í heimafylki sínu. Liðin hafa verið á ólíku róli í undanförnum leikjum og hér fyrir neðan er létt upphitun fyrir leik kvöldsins. Lið Philadelphia (23 sigrar - 38 töp) hefur verið á ágætu róli í deildinni á síðustu vikum og hefur spilamennskan aðeins batnað eftir að þeir Allen Iverson og Chris Webber fóru frá félaginu. Liðinu gekk afleitlega framan af vetri og var á tíma í botnsæti deildarinnar, en nú er öldin önnur. 76ers hefur unnið fimm leiki í röð í fyrsta sinn í vetur og er leikurinn í kvöld sá síðasti af sex í röð á heimavelli. Andre Iguodala hefur farið á kostum með liðinu í síðustu leikjum og náði þriðju þreföldu tvennu sinni á leiktíðinni þegar 76ers lagði Seattle á miðvikudagskvöldið. Hann skoraði 25 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lakers-liðið (33 sigrar - 29 töp) hefur ekki náð að sigra í Philadelphia síðan árið 2000. Mikil meiðsli hafa verið í herbúðum liðsins í vetur og byrjunarliðsmennirnir Lamar Odom og Luke Walton verða ekki með liðinu í nótt. Þá er varamiðherjinn Ronny Turiaf tæpur vegna meiðsla. Lakers hefur tapað fjórum leikjum í röð og 10 af síðustu 13. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig Kobe Bryant stendur sig í leik kvöldsins, því hann kemur nú úr eins leiks banni fyrir að slá til andstæðings síns í annað sinn á tímabilinu. Bryant baðaði út höndunum og sló til Marko Jaric eftir að Jaric varði frá honum skot - en Bryant heldur því fram að hann hafi verið að reyna að fiska villu með látbragðinu. Aganefnd NBA deildarinnar keypti þessi rök ekki og nýjasta leikbanni hans fylgdu þau skilaboð að bannið yrði enn lengra ef svona lagað kæmi fyrir á ný. Síðast þegar Bryant sat af sér leik fyrir viðlíka brot (gegn Manu Ginobili hjá San Antonio) tók hann gremju sína út á næstu andstæðingum Lakers. Það kom í hlut Boston Celtics að kenna á Bryant í það skiptið og þá skoraði hann 43 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar - og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum.
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins