Erlent

Bandaríkin, Íran og Sýrland á friðarráðstefnu í Írak

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sést hér faðma gamla konu við vegartálma í Írak í gær. Al-Maliki situr fundinn í dag.
Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sést hér faðma gamla konu við vegartálma í Írak í gær. Al-Maliki situr fundinn í dag. MYND/AFP

Fjölþjóðleg ráðstefna hófst í Bagdad í Írak í morgun um hvernig stöðva megi vargöldina í landinu, sérstaklega átökin á milli stóru trúarhópana þar: sjía og súnnía. Ráðstefnuna sitja erindrekar Bandaríkjanna, helstu nágrannaríkja Íraks, auk Arababandalagsins og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem bandarískir embættismenn funda með kollegum sínum frá Sýrlandi og Íran. Bandarísk stjórnvöld segja þessi nágranna Íraka eiga sinn þátt í að magna upp ofbeldið í landinu og neituðu til skamms tíma að ræða við þá um málið. Vonast er til að með ráðstefnunni sé fyrsta skrefið stigið í einhvers konar friðarferli og að í næsta mánuði fundi utanríkisráðherrar ríkjanna um ástandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×