Handbolti

Haukastúlkur bikarmeistarar í fjórða sinn

Hanna G. Stefánsdóttir var öflug í liði Hauka í dag.
Hanna G. Stefánsdóttir var öflug í liði Hauka í dag.

Haukastúlkur tryggðu sér sigur í SS-bikarkeppni kvenna í dag með því að bera sigurorð af Gróttu í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 25-22. Sigur Hauka var sanngjarn en liðið hafði yfirhöndina allan leikinn, ef fyrstu 10 mínúturnar eru undanskildar. Þetta er í fjórða sinn í sögunni sem Haukastúlkur verða bikarmeistarar.

Grótta byrjaði mjög vel í leiknum og komst í 3-0, en eftir að Haukar hrukku í gang var ekki aftur snúið. Haukar jöfnuðu metin í 3-3 og höfðu síðan tveggja marka forystu í hálfleik, 12-10. Forskotið jókst í fimm mörk strax í upphafi síðari hálfleiks og létu Haukastúlkur það aldrei af hendi og tryggðu sér að lokum þriggja marka sigur, 25-22, eins og áður segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×