Erlent

Tveimur þjóðverjum rænt í Írak

Myndin er tekin úr myndbandinu sem uppreisnarhópurinn setti á netið. Á henni sjást konan og sonur hennar biðja fyrir lífi sínu.
Myndin er tekin úr myndbandinu sem uppreisnarhópurinn setti á netið. Á henni sjást konan og sonur hennar biðja fyrir lífi sínu. MYND/AFP

Tveimur þýskum ríkisborgunum hefur verið rænt í Írak. Áður óþekktur uppreisnarhópur setti í dag myndband af þeim á netið og gaf þýskum stjórnvöldum tíu daga til þess að draga hermenn sína frá Afganistan. Annars myndu þeir aflífa fólkið. Hópurinn kallar sig „Örvar Réttlætisins." Þýsk stjórnvöld ætla sér að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að frelsa fólkið.

Talið er að fólkinu, eldri konu og uppvöxnum syni hennar, hafi verið rænt í byrjun febrúar. Þýska lögreglan segist hafa verið að vinna í málinu síðan. Ekki hefur enn verið hægt að staðfesta að myndbandið sé ósvikið en myndir úr því hafa birst á ýmsum Mið-austurlenskum fréttavefjum á netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×