Handbolti

Eradze fer á kostum í Höllinni

Roland Valur Eradze var hetja Stjörnunnar í úrslitaleiknum í fyrra og hann er á góðri leið með að endurtaka leikinn í ár.
Roland Valur Eradze var hetja Stjörnunnar í úrslitaleiknum í fyrra og hann er á góðri leið með að endurtaka leikinn í ár.

Stjarnan er með örugga forystu, 16-9, í hálfleik gegn Fram í bikarúrslitaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Ljóst er að það bíður Frömurum verðugt verkefni í síðari hálfleik að vinna upp muninn en Roland Valur Eradze í marki Stjörnunnar hefur reynst leikmönnum liðsins erfiður ljár í þúfu í fyrri hálfleik. Eradze hefur varið alls 14 skot.

Segja má að leiðir hafi skilað þegar um 10 mínútur voru liðnar af leiknum, en þá var staðan 5-5. Stjarnan náði þá að skora þrjú mörk í röð og ná þannig yfirhöndinni og skömmu síðar varð Brjánn Jónsson, lykilmaður í vörn Fram, að fara af velli eftir að hafa fengið skurð á andlit. Án hans myndaðist djúpt skarð í vörn Íslandsmeistaranna, sem bikarmeistarar Stjörnunnar nýttu sér til hins ýtrasta.

Staðan fór úr því að vera 8-5 í 11-8 en á næstu mínútum skoraði Stjarnan fimm mörk í röð og komst í 16-8. Framarar náðu að laga stöðuna eilítið undir lokin og staðan í hálfleik því 16-9.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×