Erlent

Tíðindalítið af Norðurbrú

Tólf voru handteknir við mótmæli í gær.
Tólf voru handteknir við mótmæli í gær. MYND/AP

Til lítils háttar óláta kom á milli lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í nótt sem lyktaði með því að tólf voru handteknir en að öðru leyti leið nóttin að mestu í ró og spekt. Í gær var fjölmenn kröfuganga farin um borgina til að mótmæla niðurrifi Ungdómshússins umdeilda og endaði gangan á Jagtvej 69 þar sem húsið stóð áður. Kaupmannahafnarlögreglan hefur undanfarinn sólarhring gert húsleit hjá 19 manns vegna gruns um ólöglegan vopnaburð í tengslum við mótmælin. Á meðal vopna sem fundist hafa eru hnífar, piparúði og barefli af ýmsu tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×