Tónlist

Hafdís Huld á kvennarokkhátíð í Frakklandi

Hafdís Huld Þrastardóttir söngkona hefur verið valin í hóp þeirra listamanna sem koma fram á frönsku tónlistar hátíðinni Les Femmes S´en Melent. Hátíðin hefur verið haldin árlega síðan árið 1997 og fagnar því í ár 10 ára afmæli sínu.

Dagskrá hátíðarinnar miðast að því að kynna fólki það áhuga verðasta sem er að gerast meðal kvenna í heimi tónlistarinnar ár hvert. Þátttakendur í ár koma frá öllum heimshornum og hæst ber að nefna Hollywood leikkonuna Juliette Lewis sem kemur fram ásamt hljómsveit sinni Juliette and The Licks.

Hafdís Huld mun alls koma fram á 9 tónleikum á vegum hátíðarinnar á tímabilinu 24. apríl til 7. maí næstkomandi

24. apríl Le Mandela Toulouse

25. apríl BT59 Bordeaux

26. apríl Lune Des Pirates Amiens

27. apríl Chappelle Vendome

28. apríl Cafe Charbon Neveres

29. apríl Le Ciel Grenoble

2. maí Borderline London

4. maí Atheneum Dijon

7. maí La Rotonde Brussels






Fleiri fréttir

Sjá meira


×