Erlent

Hryðjuverkagjaldkeri handtekinn

Talibanar fá peninga úr ýmsum áttum.
Talibanar fá peninga úr ýmsum áttum.

Spænska lögreglan hefur handtekið kanadiskan mann sem grunaður er um að hafa hjálpað til við að fjármagna múslimsk hryðjuverkasamtök. Brian David Anderson, sem er 61. árs gamall er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir 20 milljóna dollara fjármálasvik. Talið er að hann hafi fjármagnað æfingabúðir í Afganistan.

Bandaríkjamenn telja að Anderson hafi verið í tygjum við arabiskan kaupsýslumann í New York, sem hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Hann er einnig sakaður um að hafa fjármagnað hernaðaraðgerðir í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×