Erlent

Saka Rússa um þyrluárás

Rússnesk Hind orrustuþyrla.
Rússnesk Hind orrustuþyrla.

Forseti Georgíu boðaði öryggisráð landsins til neyðarfundar, í dag, eftir að ríkisstjórnin hafði sakað Rússa um að gera þyrluárás á umdeilt landsvæð á landamærum Georgíu og Abkasíu. Mikhail Saakashvili, forseti, sagði að þrjár rússneskar herþyrlur hefðu látið sprengjum og eldflaugum rigna yfir svæðið í hálftíma.

Ekkert manntjón varð, en mikið tjón á mannvirkjum. Rússar neita því að hafa gert árásina.

Samskipti Georgíu og Rússlands hefur verið stirð vegna stuðnings Rússa við tvö héruð sem slitu sig frá Georgíu, Abkasíu og Ottesíu. Georgíumenn misstu stjórn á héruðunum í stríði á níunda áratugnum. Kodori gljúfrið, þar sem árásin var gerð er í raun landamæri Georgíu og Abkasíu. Georgía sendi hermenn til gæslu í gljúfrinu, sem hugnaðist Rússum ekki.

Saakashvili, forseti, segir að þeir muni verjast af alefli ef árásin verður endurtekin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×