Erlent

Stjórnarandstæðingur illa leikinn

Morgan Tsvangirai, illa leikinn í haldi lögreglunnar.
Morgan Tsvangirai, illa leikinn í haldi lögreglunnar. MYND/AP
Hæstiréttur í Zimbabwe hefur skipað lögreglunni að leyfa lögfræðingum að heimsækja stjórnarandstöðuleiðtogann Morgan Tswangirai, sem er sagður illa haldinn af höfuðáverka sem hann hlaut í vörslu lögreglunnar, en hann var handtekinn ásamt tugum stuðningsmanna sinna, á bænasamkomu í gær.

Samkoman var haldin til þess að mótmæla því að Robert Mugabe, forseti setti bann við öllum útifundum. Mannréttindasamtök segja að bæði Tswangirai og félagar hans hafi verið pyntaðir. Aðgerðir stjórnvalda og lögreglunnar hafa verið fordæmdar um allan heim, en Mugabe lætur það sem vind um eyru þjóta.

Mikil ólga er í landinu, enda er atvinnuleysi 80 prósent og verðbólgan 1700 prósent á ársgrundvelli. Mugabe forseti ber hinsvegar allra andstöðu niður með harðri hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×