Viðskipti erlent

Hagnaður Aer Lingus minnkaði lítillega á milli ára

Írska flugfélagið Aer Lingus hefur varið sem nemur 1,4 milljörðum íslenskra króna til að verjast yfirtökutilraunum írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair.
Írska flugfélagið Aer Lingus hefur varið sem nemur 1,4 milljörðum íslenskra króna til að verjast yfirtökutilraunum írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair. Mynd/AFP

Hagnaður írska flugfélagsins Aer Lingus nam 90,4 milljónum evra, jafnvirði rétt rúmra 8 milljarða íslenskra króna, fyrir skatta á síðasta ári. Þetta er samdráttur upp á 1,3 prósent á milli ára og skrifast aðallega á hækkun á olíuverði.

Að sögn forsvarsmanna félagsins nam olíukostnaður Aer Lingus í fyrra 200 milljónum evra, jafnvirði 17,8 milljarða íslenskra króna, en það er 44,4 prósenta aukning á milli ára.

Tekjur félagsins á tímabilinu námu 1,16 milljörðum evra, jafnvirði 103 milljarða íslenskra króna, en það er 11,3 prósenta hækkun á milli ára.

Aer Lingus hefur varist yfirtöku írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair frá því seint á síðasta ári. Í vörnina hefur flugfélagið varið sem nemur 16 milljónum evra, 1,4 milljarða krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×