Erlent

Dönsku fríblöðin í sumarfrí

Frá ritstjórn Nyhedsavisen.
Frá ritstjórn Nyhedsavisen. MYND/Nyhedsavisen

Tvö af dönsku fríblöðunum ætla að taka sér mánaðar sumarfrí í sumar og hætta útgáfu á meðan. Berlingske Tidende segir að blaðið 24 timer, sem Politikens hus gefur út loki væntanlega frá 7. júlí til 8. ágúst. Nyhedsavisen sem Mediafond 365 gefur út vill ekki upplýsa hvenær þar verður lokað. Búist er við að þriðja fríblaðið, Dato, fari einnig í sumarfrí.

Berlingske Tidende segir að með þessu spari blöðin milljónir danskra króna á hverjum degi, þar sem auglýsingar standi ekki undir útgáfukostnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×