Erlent

Stal demöntum fyrir 2 milljarða

Belgíska lögreglan hefur boðið jafnvirði rúmlega 175 milljóna króna fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku manns sem stal demöntum úr banka í Antwerpen í síðustu viku. Demantarnir eru metnir á jafnvirði tæplega tveggja milljarða íslenskra króna.

Lögregla hefur sent frá sér teikningu af manninum. Hann hafði um nokkurt skeið villt á sér heimildir og fengið aðgang að lokaðri bankahvelfingu í ABM Amro bankanum þar sem demantar ýmissa fyrirtækja voru geymdir í hólfum. Viðskipti með demanta eru mikil í Antwerpen og veltan á hverju ári er jafnvirði 1.500 milljarða íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×