Erlent

Tsvangirai á sjúkrahús

Morgan Tsvangirai var illa útleikinn eftir barsmíðar lögreglu.
Morgan Tsvangirai var illa útleikinn eftir barsmíðar lögreglu. MYND/AP

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe, var í dag fluttur á sjúkrahús ásamt 49 félögum sínum, sem voru handteknir á bænasamkomu um síðustu helgi. Margir mannanna voru illa útleiknir eftir barsmíðar lögreglu, ekki síst Tsvangirai sem var með mikla höfuðáverka og átti erfitt með gang, þegar hann kom fyrir dómara, í dag. Mennirnir voru sendir á sjúkrahús beint úr réttarsalnum.

Mannréttindasamtök halda því fram að þeir hafi verið pyntaðir meðan þeir voru í haldi lögreglunnar. Bænasamkoman um helgina var haldin til þess að mótmæla því að Robert Mugabe, forseti landsins hefur bannað alla útifundi og pólitískar samkomur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×