Erlent

Rússar smíða nýjar eldflaugar

Yfirmaður rússneska flughersins upplýsti í dag að þeir væru að smíða nýja tegund loftvarnaeldflauga, sem væru bæði öflugri og nákvæmari en þær sem nú eru í vopnabúrinu. Jafnframt gagnrýndi hann Bandaríkjamenn harðlega fyrir að ætla að koma upp loftvarnakerfi í Evrópu.

Vladimir Mikhailov, hershöfðingi sagði að hina nýju loftvarnaflaugar Rússa gætu ráðið niðurlögum skotmarka í 400 kílómarka fjarlægð, sem er umtalsvert meira en núverandi flaugar eru færar um. Hann lagði áherslu á að þessar flaugar væru varnarvopn en ekki árásarvopn.

Mikhailov ítrekaði svo gagnrýni sína á Bandaríkin, sem hyggjast setja upp loftvarnakerfi í Póllandi og Tékklandi til þess að verjast árásum frá útlagaríkjum eins og Norður-Kóreu og Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×