Þrettán sigrar í röð hjá San Antonio 14. mars 2007 03:45 Tony Parker skoraði 25 stig í 13. sigri San Antonio í röð NordicPhotos/GettyImages San Antonio hefur tekið við af grönnum sínum í Dallas sem heitasta liðið í NBA deildinni, en í nótt vann liðið þrettánda leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 93-84 á heimavelli sínum. Þá vann Miami þrettánda heimaleik sinn í röð þegar það skellti Utah eftir að hafa verið 17 stigum undir í síðari hálfleik. Tony Parker skoraði 25 stig fyrir San Antonio í sigrinum á Clippers, en Corey Maggette skoraði 17 stig fyrir gestina. Clippers var án leikstjórnandans Sam Cassell í leiknum og tapaði sínum fjórða í röð. Annar leikstjórnandi liðsins, Shaun Livingston, fór í aðgerð á hné í Alabama í gær eftir að hafa slitið allt sem hægt er að slíta í hnénu á sér á dögunum. Hann verður frá keppni í að minnsta kosti eitt ár. Miami lagði Utah 88-86 eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í síðari hálfleik. Hvorugt liðið átti sérstaklega góðan dag, en gestirnir frá Utah léku skelfilega í lokaleikhlutanum og köstuðu frá sér sigrinum. Þetta var 13. heimasigur Miami og 6. sigur liðsins í röð. Utah hafði unnið 6 leiki í röð og 14. af 16. fyrir leikinn í nótt. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Utah, en Jason Williams skoraði 15 stig fyrir Miami. Cleveland burstaði Sacramento 124-100 án LeBron James sem er meiddur í baki. Larry Hughes og Sasha Pavlovic skoruðu 25 stig fyrir Cleveland en Ron Artest setti 19 fyrir Sacramento. Atlanta batt enda á sjö leikja sigurgöngu Atlanta með 104-92 sigri á heimavelli. Josh Smith skoraði 26 stig og hirti 17 fráköst fyrir Atlanta en Andre Iguodala skoraði 18 fyrir Philadelphia. New Jersey lagði New Orleans á útivelli 112-108. Chris Paul skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir New Orleans en Richard Jefferson skoraði 26 stig fyrir New Jersey - sem jafnaði granna sína í New York í töflunni og er með 30 sigra og 35 töp. Minnesota vann góðan sigur á Indiana á heimavelli 86-81 eftir að hafa lent 14 stigum undir í þriðja leikhluta. Þá var það Kevin Garnett sem tók til sinna ráða og skoraði 13 af 23 stigum liðs síns og var lykilmaðurinn í 14-0 rispu heimamanna sem kom þeim aftur inn í leikinn. Þetta var 10. tap Indiana í röð og er þetta versta taphrina liðsins síðan það tapaði 12 í röð árið 1989. Garnett skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Minnesota, en Jamal Tinsley skoraði 37 stig fyrir Indiana sem var persónulegt met hjá honum. Chicago lagði Boston 95-87 á heimavelli þar sem liðið fékk góða hjálp úr óvæntri átt í sóknarleiknum. Nýliðinn Tyrus Thomas skoraði 23 stig og hirti 9 fráköst og varnarjaxlinn Ben Wallace skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst. Wallace tók 21 skot í leiknum sem er það mesta sem hann hefur tekið á ferlinum og var rétt við það að slá persónulegt met sitt í einum leik sem er 22 stig. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston. Denver lagði Portland 107-99. Allen Iverson skoraði 31 stig, gaf 10 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 29 stig. Zach Randolph skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Portland og LeMarcus Aldridge skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Þá vann Detroit nauman sigur á Seattle á útivelli 101-97 í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Ray Allen skoraði megnið af 27 stigum sínum á æsilegum lokaspretti þar sem heimamenn voru nálægt því að jafna leikinn, en gestirnir frá Detroit héldu haus í lokin. Chris Webber skoraði 24 stig fyrir Detroit sem vann þriðja leikinn í röð á keppnisferðalagi sínu um vesturströndina. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
San Antonio hefur tekið við af grönnum sínum í Dallas sem heitasta liðið í NBA deildinni, en í nótt vann liðið þrettánda leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 93-84 á heimavelli sínum. Þá vann Miami þrettánda heimaleik sinn í röð þegar það skellti Utah eftir að hafa verið 17 stigum undir í síðari hálfleik. Tony Parker skoraði 25 stig fyrir San Antonio í sigrinum á Clippers, en Corey Maggette skoraði 17 stig fyrir gestina. Clippers var án leikstjórnandans Sam Cassell í leiknum og tapaði sínum fjórða í röð. Annar leikstjórnandi liðsins, Shaun Livingston, fór í aðgerð á hné í Alabama í gær eftir að hafa slitið allt sem hægt er að slíta í hnénu á sér á dögunum. Hann verður frá keppni í að minnsta kosti eitt ár. Miami lagði Utah 88-86 eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í síðari hálfleik. Hvorugt liðið átti sérstaklega góðan dag, en gestirnir frá Utah léku skelfilega í lokaleikhlutanum og köstuðu frá sér sigrinum. Þetta var 13. heimasigur Miami og 6. sigur liðsins í röð. Utah hafði unnið 6 leiki í röð og 14. af 16. fyrir leikinn í nótt. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Utah, en Jason Williams skoraði 15 stig fyrir Miami. Cleveland burstaði Sacramento 124-100 án LeBron James sem er meiddur í baki. Larry Hughes og Sasha Pavlovic skoruðu 25 stig fyrir Cleveland en Ron Artest setti 19 fyrir Sacramento. Atlanta batt enda á sjö leikja sigurgöngu Atlanta með 104-92 sigri á heimavelli. Josh Smith skoraði 26 stig og hirti 17 fráköst fyrir Atlanta en Andre Iguodala skoraði 18 fyrir Philadelphia. New Jersey lagði New Orleans á útivelli 112-108. Chris Paul skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir New Orleans en Richard Jefferson skoraði 26 stig fyrir New Jersey - sem jafnaði granna sína í New York í töflunni og er með 30 sigra og 35 töp. Minnesota vann góðan sigur á Indiana á heimavelli 86-81 eftir að hafa lent 14 stigum undir í þriðja leikhluta. Þá var það Kevin Garnett sem tók til sinna ráða og skoraði 13 af 23 stigum liðs síns og var lykilmaðurinn í 14-0 rispu heimamanna sem kom þeim aftur inn í leikinn. Þetta var 10. tap Indiana í röð og er þetta versta taphrina liðsins síðan það tapaði 12 í röð árið 1989. Garnett skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Minnesota, en Jamal Tinsley skoraði 37 stig fyrir Indiana sem var persónulegt met hjá honum. Chicago lagði Boston 95-87 á heimavelli þar sem liðið fékk góða hjálp úr óvæntri átt í sóknarleiknum. Nýliðinn Tyrus Thomas skoraði 23 stig og hirti 9 fráköst og varnarjaxlinn Ben Wallace skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst. Wallace tók 21 skot í leiknum sem er það mesta sem hann hefur tekið á ferlinum og var rétt við það að slá persónulegt met sitt í einum leik sem er 22 stig. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston. Denver lagði Portland 107-99. Allen Iverson skoraði 31 stig, gaf 10 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 29 stig. Zach Randolph skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Portland og LeMarcus Aldridge skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Þá vann Detroit nauman sigur á Seattle á útivelli 101-97 í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Ray Allen skoraði megnið af 27 stigum sínum á æsilegum lokaspretti þar sem heimamenn voru nálægt því að jafna leikinn, en gestirnir frá Detroit héldu haus í lokin. Chris Webber skoraði 24 stig fyrir Detroit sem vann þriðja leikinn í röð á keppnisferðalagi sínu um vesturströndina.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira