Viðskipti erlent

Lítil breyting á bandarískum mörkuðum

Gengi hlutabréfa var svo til óbreytt við opnun markaða í Bandaríkjunum fyrir stundu. Þá hækkaði heimsmarkaðsverð á hráolíu en búist er við að Orkumálaráðneyti Bandaríkjanna greini frá því í vikulegri skýrslu sinni í dag að olíubirgðir hafi minnkað saman fimmtu vikuna í röð.

Flestar vísitölur lækkuðu um tæp tvö prósent á markaði í gær, S&P 500 og Dow Jones mest en þetta er önnur mesta lækkun þeirra á árinu. S&P 500-vísitalan hækkaði um 0,03 prósent en Nasdaq-vísitalan stóð nokkurn vegin í stað. Dow Jones lækkaði hins vegar um 0,1 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×