Viðskipti erlent

Berjast fyrir útbreiðslu HD-sjónvarps

Reginmunur er á hefðbundnum myndgæðum (SD) og hágæðasjónvarpi (HD)
Reginmunur er á hefðbundnum myndgæðum (SD) og hágæðasjónvarpi (HD) Mynd/Vísir

Stöðugt eykst þrýstingur á sjónvarpsstöðvar og dreifingaraðila um að bjóða sjónvarp í svokölluðum HD-gæðum. Nú hefur hópur söluaðila hafið herferð í Bretlandi til að tryggja að HD staðallinn nái útbreiðslu. Tíðnin sem HD-gæðin þurfa hefur hins vegar verið seld fyrirtæki sem dreifir ókeypis sjónvarpi í hefðbundnum gæðum.

HD-staðalinn býður myndgæði sem eru u.þ.b. fjórum sinnum betri en í hefðbundnum sjónvarpsútsendingum. Mörg sjónvarpstæki sem seld eru nú til dags styðja HD-staðalinn og eru margar sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum farnar að senda út í HD-gæðum og einhverjar í Evrópu líka.

Eðlilega gera HD-útsendingar meiri kröfu til flutningsgetu sjónvarpsmerkis en hefðbundnar útsendingar en það hefur verið leyst víða með breiðbandi eða gervihnattaútsendingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×