Erlent

Ég hjó höfuðið af gyðingnum Daniel Pearl

Daniel Pearl, í haldi al-Kida.
Daniel Pearl, í haldi al-Kida.

Khalid Sheikh Mohammed, sem hefur viðurkennt að hafa skipulagt árásirnar á tvíburaturnana, og önnur ódæðisverk, hefur viðurkennt að það hafi verið hann sem myrti bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl, sem rænt var í Pakistan árið 2002. "Ég hjó með minni blessuðu hægri hendi höfuðið af ameríska Gyðingnum Daniel Pearl," segir í útskrift sem bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur sent frá sér, um yfirheyrslurnar yfir Mohammed.

Khalid Sheikh Mohammed er nú til yfirheyrslu ásamt fleiri grunuðum hryðjuverkamönnum, í fangabúðum Bandaríkjanna við Gvantanamo flóa á Kúbu. Mohammed hefur löngum verið grunaður um að hafa átt þátt í morðinu á Pearl, en ekki var vitað með vissu hvort hann hefði myrt hann með eigin hendi. Pearl var blaðamaður hjá bandaríska blaðinu Wall Street Journal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×