Sjúkrahús í niðurníðslu í Írak 15. mars 2007 18:45 Sjúkrahús eru skítug í Írak, lyf vantar og læknar hverfa frá landinu í stórum hópum. Mikil þörf er á læknisaðstoð í Írak þar sem fjölmargir örkumlast í átökum á degi hverjum. Forsætisráðherra Bretlands segir ekki hægt að kenna vesturveldunum um hörmungarnar í landinu nú. Al Sadr háskólasjúkrahúsið í Basra var eitt það fullkomnasta í Írak fyrir innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fyrir tæpum fjórum árum. Það er nú skugginn af sjálfu sér. Vopnaðir verðir eru nú við innganga þess. Læknar innan dyra þurfa að vinna með úreltan búnað og algengt er að rafmang fari af í lengri eða skemmri tíma. Verstur er þó lyfjaskorturinn. Las Falal, lyfjafræðingur, segist hafa heyrt af því að fjölmargir sjúklingar í Írak hafi látist þar sem þeir hafi ekki fengið lyfin sín. Þau lyf sem berist séu síðan útrunnin og gagnist því engum. Krabbameinslyf eru nær engin og ekki hægt að veita öllum sem þurfa lyfjameðferð. Yfirvöld segja endurreisn landsins í fullum gangi. Innviðir landsins séu illa farnir og því þurfi að forgangsraða sem hafi verið gert. Enginn er óhultur í Írak. Hvorki almennir borgarar né háttsettir stjórnmálamenn. Abdul Aziz al-Hakeem, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Sjía, hefur misst alla bræður sína og óttast sífellt um eigið líf. Methal Al-Alosi, er þingmaður súnnía. Hann missti tvo syni sína í árás skömmu eftir að annar þeirra gekk í það heilaga. Þeir hafi orðið fyrir árás um fimmtíu metra frá fjölskylduheimilinu. Hann hafi heyrt byssugeltið og hlaupið út með vopn í hendi. Það hafi hins vegar verið um seinan. Tony Blair, forsætisráðherra, segist harma dauðsföll meðal almennra borgar í Írak en ekki sé hægt að skella skuldinni á Bandaríkjamenn, Breta eða önnur ríki sem tóku þátt í innrásinni. Sumir segir að fólk sé að deyja Írak, sem sé hræðilegt, og því eigi erlend herlið að fara frá Írak. Blair spyr á móti hver sé að myrða almenna Íraka? Það séu ekki bandamenn - ekki breskir hermenn eða Bandarískir - heldur hryðjuverkamenn og þeir sem vilji koma rót á landið. Erlent Fréttir Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Sjúkrahús eru skítug í Írak, lyf vantar og læknar hverfa frá landinu í stórum hópum. Mikil þörf er á læknisaðstoð í Írak þar sem fjölmargir örkumlast í átökum á degi hverjum. Forsætisráðherra Bretlands segir ekki hægt að kenna vesturveldunum um hörmungarnar í landinu nú. Al Sadr háskólasjúkrahúsið í Basra var eitt það fullkomnasta í Írak fyrir innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fyrir tæpum fjórum árum. Það er nú skugginn af sjálfu sér. Vopnaðir verðir eru nú við innganga þess. Læknar innan dyra þurfa að vinna með úreltan búnað og algengt er að rafmang fari af í lengri eða skemmri tíma. Verstur er þó lyfjaskorturinn. Las Falal, lyfjafræðingur, segist hafa heyrt af því að fjölmargir sjúklingar í Írak hafi látist þar sem þeir hafi ekki fengið lyfin sín. Þau lyf sem berist séu síðan útrunnin og gagnist því engum. Krabbameinslyf eru nær engin og ekki hægt að veita öllum sem þurfa lyfjameðferð. Yfirvöld segja endurreisn landsins í fullum gangi. Innviðir landsins séu illa farnir og því þurfi að forgangsraða sem hafi verið gert. Enginn er óhultur í Írak. Hvorki almennir borgarar né háttsettir stjórnmálamenn. Abdul Aziz al-Hakeem, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Sjía, hefur misst alla bræður sína og óttast sífellt um eigið líf. Methal Al-Alosi, er þingmaður súnnía. Hann missti tvo syni sína í árás skömmu eftir að annar þeirra gekk í það heilaga. Þeir hafi orðið fyrir árás um fimmtíu metra frá fjölskylduheimilinu. Hann hafi heyrt byssugeltið og hlaupið út með vopn í hendi. Það hafi hins vegar verið um seinan. Tony Blair, forsætisráðherra, segist harma dauðsföll meðal almennra borgar í Írak en ekki sé hægt að skella skuldinni á Bandaríkjamenn, Breta eða önnur ríki sem tóku þátt í innrásinni. Sumir segir að fólk sé að deyja Írak, sem sé hræðilegt, og því eigi erlend herlið að fara frá Írak. Blair spyr á móti hver sé að myrða almenna Íraka? Það séu ekki bandamenn - ekki breskir hermenn eða Bandarískir - heldur hryðjuverkamenn og þeir sem vilji koma rót á landið.
Erlent Fréttir Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira