Erlent

Spánverjar samþykkja jafnréttislög

Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero.
Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero. MYND/AFP

Spænska þingið samþykkti í dag lög um jafnrétti karla og kvenna. Lögin kveða á um jafnan rétt karla og kvenna til atvinnutækifæra og um fæðingarorlof karlmanna. Sósíalistastjórn Spánar hefur leitast við að auka jafnrétti á Spáni allt frá því hún tók við völdum árið 2004. Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero skipaði þá konur í helming ráðherrastóla í ríkisstjórn sinni.

Í lögunum er tekið fram að 40 prósent stjórnarsæta í stærri fyrirtækjum eigi að vera kvenna. Jafnfram er tekið fram að hvorugt kynið skuli hafa meira en 60 prósent sæta. Karlmenn fá einnig 15 daga fæðingarorlof en sem stendur hafa þeir aðeins tvo daga í fæðingarorlof.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×